Leita
Stækka letur
Hlusta

Veikindaréttur aðstoðarfólks og veikindi barna

Sjá skjalasafn

Ef aðstoðarfólk getur ekki komið til vinnu vegna veikinda, eða vegna þess að viðkomandi er með veikt barn á framfæri sem þarf að sinna verður viðkomandi aðstoðarmanneskja að tilkynna veikindi til þín sem yfirmanns.

Vertu með skýrar reglur um það hvernig aðstoðarfólki ber að tilkynna veikindi eða forföll úr vinnu vegna veikinda barna. Margir verkstjórnendur vilja að aðstoðarfólk láti vita hversu lengi það telur sig verða frá vinnu vegna veikinda, hvað aðstoðarfólk sé að gera til að ná aftur heilsu og tímamörk varðandi það hvenær viðkomandi gerir ráð fyrir að koma aftur til vinnu. Þessar upplýsingar gera það auðveldara fyrir þig að finna fólk í afleysingar.

Veiktist aðstoðarmanneskja á meðan viðkomandi var í orlofi? Lestu meira um það hér.

Hvað er aðstoðarfólkið mitt með mikinn veikindarétt?

Lögboðinn réttur aðstoðarfólks vegna veikinda á fyrsta ári í starfi nemur tveimur dögum (7.20 klst á dag) sem gera 156 klst yfir árið.

Eftir eitt ár í samfelldu starfi fæst einn mánuður greiddur á staðgengilslaunum. Staðgengilslaun eru laun greidd með álagi.

Eftir tvö ár í starfi bætist við einn viðbótarmánuður á dagvinnulaunum, samtals tveggja mánaða veikindaréttur.

Eftir þriggja ára samfellt starf bætist annar mánuður við á dagvinnulaunum og verður því einn mánuður á staðgengilslaunum og tveir mánuðir á dagvinnulaunum, samtals þrír mánuðir í veikindarétt.

Eftir fimm ára samfellt starf verður veikindarétturinn einn mánuður með staðgengilslaunum, einn mánuður með dagvinnukaupi (föst laun fyrir dagvinnu, auk vaktaálags o.fl. miðað við 8 klst. á dag eða 40 klst. á viku miðað við fullt starf) og tveir mánuðir á dagvinnulaunum, eða samtals fjórir mánuðir í veikindarétt.

Fyrstu 12 mánuðir

Tveir dagar fyrir hvern unnin mánuð. Safnast upp og geta orðið allt að 24 yfir árið.

Eftir 1 ár í samfelldu starfi

Einn mánuður á staðgengilslaunum.

Tveggja ára samfellt starf

Einn mánuður á staðgengilslaunum og einn mánuður á dagvinnulaunum.

Þriggja ára samfellt starf

Einn mánuður á staðgengilslaunum og tveir mánuðir á dagvinnulaunum.

Fimm ára samfellt starf

Einn mánuður á staðgengilslaunum, einn mánuður á dagvinnukaupi og tveir mánuðir á dagvinnulaunum.

Veikindarétturinn miðast ávallt við síðustu 12 mánuði í starfi.

Slasist aðstoðarmanneskja í starfi nýtur hann/hún/hán sjálfstæðs réttar til að halda dagvinnulaunum sínum í þrjá mánuði, en sá réttur gengur ekki á veikindarétt starfsmannsins.

Veikindi barna

Foreldri er heimilt að verja tveimur dögum fyrir hvern unninn mánuð heima fyrir til að sinna veiku barni sínu fyrstu sex mánuði í starfi. Eftir það verða dagarnir 12 á hverju 12 mánaðar tímabili.

Slasist aðstoðar-manneskja í starfi nýtur hann/hún/hán sjálfstæðs réttar til að halda dagvinnu-launum sínum í þrjá mánuði, en sá réttur gengur ekki á veikindarétt starfs-mannsins.

Vertu í sambandi við aðstoðarfólk á meðan veikindum stendur

Hafðu samband annað slagið og spurðu hvernig aðstoðarmanneskjan þín hefur það. Viðkomandi verður að fá upplýsingar um breytingar á vaktaskipulagi eða endurskipulagningu aðstoðarinnar, jafnvel á meðan veikindaleyfinu stendur. Það er því mikilvægt að hafa samband, sérstaklega þegar um lengri fjarveru er að ræða.

Læknisvottorð

Ef aðstoðarmanneskja er veik í meira en fjóra almanaksdaga er æskilegt að viðkomandi skili inn læknisvottorði. Aðstoðarmanneskjan sendir þá læknisvottorðið til þín sem verkstjórnanda og þú kemur vottorðinu til NPA miðstöðvarinnar sem heldur utan um veikindaréttinn. Þú þarft ekki að eiga eintak af vottorðinu, en aðstoðarmanneskjan þínverður að láta þig vita hve lengi læknisvottorðið gildir. Biddu aðstoðarmanneskjuna eins fljótt og auðið er, en ekki síðar en á síðasta veikindadegi samkvæmt vottorðinu, að láta vita hvort viðkomandi geti mætt til vinnu, hvort óskað verði eftir framlengdu veikindaleyfi eða hvort fyrirhugaðar séu heimsóknir til læknis eða annarrar meðferðar. Með því að fá þessar upplýsingar getur þú betur undirbúið þig og vaktirnar hjá aðstoðarfólkinu þínu. Kostnaður við að afla læknisvottorðs er endurgreiddur til aðstoðarmanneskju af starfsmannakostnaðinum.

Aðstoðarmanneskjan er alltaf veik!

Það getur verið mjög vandasamt að vera með aðstoðarfólk sem tilkynnir sig oft veikt. Þú getur óskað eftir að viðkomandi leggi fram læknisvottorð frá fyrsta veikindadegi ef þú ert með einstakling sem tilkynnir mörg stutt veikindatímabil. Það er ekki gert til að refsa viðkomandi, heldur til þess að athuga hvort og með hvaða hætti endurhæfing er möguleg, og hvort vinnufærni einstaklingsins geti komið til með að batna með tímanum.

Ef þú ert með aðstoðarmanneskju sem tilkynnir sig mjög oft veika skaltu ræða það við ráðgjafa þinn hjá NPA miðstöðinni.

Veikindi barna

Aðstoðarfólk sem er með börn á framfæri undir 13 ára aldri á rétt á því að vera frá vinnu þegar börnin verða veik.

Aðstoðarmanneskjan þín verður að láta vita með sama hætti og þegar viðkomandi tilkynnir um sín eigin veikindi. Æskilegt er að þú sért með sömu reglur varðandi tilkynningar um veikindi aðstoðarfólks og þegar aðstoðarfólk tilkynnir veikindi barna.

Foreldri er heimilt að verja tveimur dögum fyrir hvern unnin mánuð heima fyrir til að sinna veiku barni sínu fyrstu sex mánuði sína í starfi. Eftir það verða dagarnir 12 á hverju 12 mánaðar tímabili.

Það er mikilvægt að þú aðgreinir veikindaréttinn þannig að veikindarétturinn sé aðgreindur rétti til að vera frá vinnu vegna veikinda barns þar sem um aðskilin réttindi er að ræða. Þú tilgreinir veikindin með því að auðmerkja þau með viðeigandi hætti í vinnuskýrslum sem þú sendir til NPA miðstöðvarinnar fyrir hverja aðstoðarmanneskju.

Skapaðu góðar venjur í kringum það hvernig best er að tilkynna endurkomu til starfa eftir veikindi.

Góð venja – tilkynna endurkomu til vinnu eftir veikindi

Oft gleymir aðstoðarfólk að tilkynna um áframhaldandi veikindi, eða um endurkomu til vinnu eftir veikindi. Skapaðu góðar venjur í kringum það hvernig best er að tilkynna endurkomu til vinnu eftir veikindi.

Dæmi 1

Aðstoðarkona Fríðu hringir og segist vera veik á síðdegis á fimmtudegi. Hún hefði átt að vinna um helgina en heldur að hún muni ekki geta unnið þessar helgarvaktir. Hún heldur þó að hún verði búin að ná heilsu fyrir næstu vakt sem verður á miðvikudaginn í vikunni á eftir. Fríða segir: „Allt í lagi, láttu mig vita ef eitthvað breytist. Ef ég heyri ekki frá þér fyrir þriðjudag um hádegi, geri ég ráð fyrir að þú sért fær um að mæta til vinnu.“

Dæmi 2

Aðstoðarmanneskja Kára hringir morguninn áður en hán á að koma á kvöldvakt og segist vera veikt. Hán heldur að hán verði búið að ná sér fyrir aðra vakt sem hán á kvöldið eftir. Kári gerir ráð fyrir háni daginn eftir, en biður hán að láta vita ef hán er enn slappt um morguninn.

Hver borgar laun aðstoðarfólks í veikindum?

NPA samningar gera, enn sem komið er, ekki ráð fyrir tilfallandi veikindum aðstoðarfólks. Þessu hefur NPA miðstöðin vakið athygli á, en enn sem komið er gera samningar ekki ráð fyrir því að aðstoðarfólk verði veikt.

Þetta þýðir að þegar tilfallandi veikindi ber að garði og þú þarft að fá aðra aðstoðarmanneskju í staðin þá þarft þú að greiða tvöföld laun. Þú færð samt eingöngu framlag frá sveitarfélaginu til að greiða laun fyrir aðra aðstoðarmanneskjuna. Þar af leiðandi verður þú að skera niður í þjónustu við þig þegar aðstoðarfólk veikist.

Langtímaveikindi

Þegar aðstoðarfólk verður veikt yfir langt tímabil kallast það langtímaveikindi.

Samkvæmt lögum ber sveitarfélögum að greiða 1% ofan á hvern NPA samning sem rennur til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna langtímaveikinda aðstoðarfólks. Jöfnunarsjóður greiðir svo út úr sjóðnum á grundvelli umsókna vegna langtímaveikinda aðstoðarfólks.

NPA miðstöðin getur sótt um viðbótarframlag frá sveitarfélagi fyrir launakostnaði vegna langtímaveikinda aðstoðarfólks hjá þér. Enn sem komið er liggja þó ekki fyrir viðmið um það hversu löng veikindi þurfa að vera til staðar til þess að þau teljist vera langtímaveikindi.

Var kaflinn hjálplegur?
Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.

Kaflayfirlit