Leita
Stækka letur
Hlusta

Orlof aðstoðarfólks

Sjá skjalasafn

Orlofslaun og frítökuréttur – auðvelt að rugla þessu saman

Orlofslaun og réttur til að taka frí eru tvennt ólíkt. Allt aðstoðarfólk sem er ráðið í varanlega vinnu á alltaf rétt á því að taka frí. Þessi réttur er óháður því að það hafi aflað sér orlofslauna og geti tekið launað orlof eða ekki.

Aðstoðarfólk fær greidd út orlofslaun ofan á launin sín inn á sérstakan orlofsreikning í banka. Almennt orlof nemur 10,17%, þ.e. 24 frídögum á ári, en orlofsréttindi aukast eftir því sem starfsaldur eykst. Allir eiga rétt á að taka 24 daga orlof á ári, jafnvel þó þeir eigi ekki rétt til orlofslauna allan þann tíma.

Orlofsárið og orlofstímabilið

Orlofsárið er skilgreint í kjarasamningi. Það hefst þann 1. maí ár hvert og lýkur þann 30. apríl árið á eftir. Á þessu tímabili aflar aðstoðarfólk þitt orlofslauna og þess vegna kallast þetta tímabil orlofsár. Orlofslaun eru greidd inn á sérstakan bankareikning í hverjum mánuði í eigu aðstoðarmanneskju og í upphafi hvers orlofstímabils, í maí ár hvert, er orlofið greitt út til starfsmannsins.

Rétturinn til orlofs og fyrirkomulag orlofslauna er bundið í lög og því er ekki hægt að semja um annað fyrirkomulag fyrir fólk í vaktavinnu, til dæmis að greiða orlofið beint út eða að aðstoðarfólk taki launað frí.

Orlofstímabilið er svo annað en orlofsárið. Orlofstímabil er það tímabil sem aðstoðarfólk á rétt á að taka frí. Orlofstímabilið nær frá 2. maí til 30. september ár hvert (sumarorlof).

Orlofið er greitt út 11. maí.

Mikilvægt er að aðstoðarfólk taki sér frí.

Hvenær á aðstoðarfólkið mitt rétt á að taka frí?

Orlofstímabilið

Aðstoðarfólkið þitt á rétt á að taka að minnsta kosti 24 daga í orlof á orlofsárinu. Það er lágmarksorlof. Á orlofstímabilinu, þ.e. frá 2. maí til 30. september ár hvert á aðstoðarmanneskja rétt á að taka fjórar vikur samfelldar, 20 virka daga, í orlof. Aðstoðarfólk getur skipt upp orlofinu eða geymt milli tímabila ef þú samþykkir það.

Hvenær aðstoðarfólkið þitt tekur sitt orlof er samkomulag milli þín og þeirra. Þú ættir að reyna að uppfylla óskir þíns aðstoðarfólks um fríið sitt. Ef þú getur hinsvegar ekki orðið við óskum þíns aðstoðarfólks um orlof á tilteknum tíma, til dæmis vegna þess að það getur ógnað öryggi þínu eða gæðum aðstoðarinnar við þig, getið þið komið ykkur saman um annað tímabil.

Aðstoðarfólki ber að senda inn óskir um orlof áður en orlofstímabilið hefst, þ.e. fyrir 2. maí ár hvert. Skynsamlegast er hinsvegar að koma orlofsmálum á hreint í mars á hverju ári. Þá hefur bæði aðstoðarfólkið þitt og þú tíma til að útbúa áætlun.

Athugaðu samt að þú verður að tilkynna aðstoðarfólki þínu um hvenær orlof skal hefjast í síðasta lagi mánuði fyrir byrjun orlofs á hverjum tíma.

Frí utan hefðbundins orlofstímabils

Ef aðstoðarfólkið þitt vill fá frí á öðrum tíma ársins en á milli 2. maí og 30. september, getur þú auðvitað veitt það ef það gengur upp þín vegna. Aðstoðarfólk getur þá nýtt uppsafnaða orlofsdaga sem viðkomandi á eftir og hafa ekki verið nýttir á orlofstímabilinu, hvort sem um er að ræða einstaka frídaga eða lengri frí.

Það er mikilvægt fyrir þig að vera meðvituð/aður/að um hvað gengur upp fyrir þig og hver réttindi aðstoðarfólksins þíns eru. Þó að aðstoðarfólk eigi inni orlofsdaga þýðir það ekki að það eigi sjálfkrafa rétt á að nýta sér þá utan orlofstímabils. Það er þó yfirleitt góð regla að reyna að verða við óskum aðstoðarfólks varðandi tilhögun frídaga.

Þú getur einnig sett tiltekið tímabil á hverju ári sem fast orlofstímabil fyrir allt aðstoðarfólk, til dæmis ef þú þarft ekki aðstoð, eða miklu minni aðstoð á þeim tíma ársins.

Dæmi 1

Jóhann á hlut í íbúð á Tenerife og fer þangað fjórar vikur á hverju ári. Hann ræður aðstoðarfólk á Tenerife þegar hann er þar. Hann gefur því aðstoðarfólki sínu frí meðan hann er í burtu. Aðstoðarfólkið veit af þessu fyrirkomulagi vegna þess að Jóhann sagði þeim frá þessu þegar það var ráðið í starfið.

Dæmi 2

Guðrún mun stunda æfingar í Skotlandi í september. Hún er með fjóra aðstoðarmenn og tveir þeirra munu koma með og vinna. Guðrún gefur hinum tveimur aðstoðarmönnunum frí meðan hún er í burtu. Guðrún tilkynnti aðstoðarmönnum sínum þetta í byrjun mars þ.e., áður en orlofsárið hófst.

Útborgun orlofslauna utan hefðbundins orlofstíma

Nokkuð algengt er að aðstoðarfólk óski eftir að fá orlofið sitt greitt út áður en orlofstímabilið hefst. Ýmsar ástæður geta verið fyrir þessu. Margir eru að safna sér fyrir einhverju og vilja fá orlofið sitt greitt út fyrirfram af þeim orsökum. Aðrir eru ekki að taka löng frí yfir árið og kjósa helst að fá orlofið greitt út jafn óðum.

Enginn á hins vegar sjálfkrafa rétt á því að taka út orlofslaunin sín fyrirfram. Eina heimildin til þess að taka út orlofið fyrirfram er að NPA miðstöðin sendir beiðni á bankann þar sem orlofið er geymt og óska eftir undanþágu til þess að viðkomandi geti fengið orlofið sitt greitt utan hefðbundins orlofstímabils, en þýðir auðvitað að starfsmaðurinn fær minni orlofslaun greidd út þegar orlofstímabilið hefst og hefur því minna á milli handanna þegar hann tekur orlofið sitt.

Orlofsdagar þurfa því að fylgja með úttekt á orlofi og þú verður að samþykkja að aðstoðarfólkið þitt fái að taka út orlofið sitt fyrirfram. Aðstoðarmanneskja sem óskar eftir að taka út orlofið sitt snýr sér því til þín og biður um leyfi til þess að taka út orlofið sitt, annað hvort allt eða hluta þess. Mikilvægt er að þú eigir samtal við aðstoðarfólkið þitt um hvaða þýðingu það hefur að taka út orlofið fyrirfram.

Í framhaldinu hringir þú í ráðgjafa þinn hjá NPA miðstöðinni, eða sendir honum tölvupóst, og lætur vita að tiltekinn starfsmaður fái leyfi þitt til að taka út orlofið sitt fyrirfram. Þú getur samþykkt að viðkomandi taki orlofið út allt í einu, eða tiltekna upphæð.

Hvernig óskar aðstoðarfólk eftir fríi

Aðstoðarfólk þitt sækir um orlof hjá þér. Þú sem yfirmaður og verkstjórnandi ákveður hvernig orlof þíns aðstoðarfólks er skipulagt með hliðsjón af vinnunni. Þú ákveður einnig hvenær aðstoðarfólk þarf að vera búið að óska eftir fríi fyrir upphaf orlofstímabilsins og hvenær þú svarar. Mikilvægt er þó að vera með skýr viðmið og reglur um hvernig aðstoðarfólk sækir um frí. Þegar þú ákveður frí aðstoðarfólks ber þér að hafa ákveðið jafnræði í huga, þ.e. að sami starfsmaður fái ekki alltaf frí á „besta“ tíma sumars ef margir eru að óska eftir frítöku á því tímabili.

Ef þú vilt getur þú notað sérstök eyðublöð um tilhögun orlofs. Þú þarft ekki að skila inn neinum eyðublöðum eða upplýsingum til skrifstofu NPA miðstöðvarinnar varðandi orlof starfsfólks. Það mikilvæga er að þú skráir nýtta orlofsdaga hjá  Þú getur notað formið sjálf/ur ef þú heldur að það sé skýrara hvað þú og aðstoðarmaðurinn hafið samið um.

Þú getur nálgast eyðublöð um tilhögun orlofs hjá ráðgjafa þínum hjá NPA miðstöðinni.

Hvað á starfsfólkið mitt rétt á miklu fríi?

Frítökuréttur aðstoðarfólks er talinn í „orlofsdögum“. Frítökurétturinn er ekki sá sami og orlofslaunin, þ.e. réttur aðstoðarfólks til að taka frí er ekki í beinu sambandi við rétt þeirra til að fá greidd orlofslaun.

Samkvæmt lögum skal orlof vera að minnsta kosti tveir dagar fyrir hvern unninn mánuð á orlofsárinu, eða 24 dagar yfir árið. Það telst vera vinnutími þó aðstoðarfólk hafi verið frá vegna veikinda. Orlofslaunum er svo umbreytt í tíma út frá orlofsrétti og greidd út. Þannig er orlofslaunahlutfalllið 10,17% að lágmarki þegar réttur til orlofsdaga er 24 dagar.

Aðstoðarfólk vinnur sér svo inn aukin réttindi eftir því sem það vinnur lengur. Hér er samantekt yfir orlofsréttinn:

  • Lágmarksorlof er 24 virkir dagar og orlofslaun 10,17% af öllu kaupi.
  • Aðstoðarfólk sem hefur unnið í 5 ár hjá þér eða NPA miðstöðinni eða í 10 ár innan sömu starfsgreinar á rétt á 25 daga orlofi og orlofslaunum sem nema 10,64%.
  • Aðstoðarfólk sem hefur starfað hjá þér í 10 ár eða fleiri öðlast 30 daga orlofsrétt og 13,04% orlofslaun.

What’s a Rich Text element?

THversu margar vinnustundir aðstoðarfólks hefur þú sem verkstjórnandi úr að spila?

  • Hvað gerir þú yfir daginn? Þetta getur auðvitað verið mismunandi eftir vinnutímabilum og t.d. Árstíðum.
  • Gott er að hafa í huga við gerð vaktaskipulags hvenær vaktaskipti aðstoðarfólks eiga sér stað. Hvar ertu eða hvað ertu að gera þegar vaktaskipti eiga sér stað? Eru vaktaskiptin á heppilegum tíma fyrir þig?
  • Viltu lifa hvatvísu lífi eða viltu hafa meiri reglu á hlutunum?
  • Stundar þú áhugamál eða tómstundir sem krefjast aðstoðarfólks sem er með sérstök áhugamál, lífsvenjur, þekkingu eða kunnáttu?
  • Er starfið sem þú veitir og skipuleggur starf sem einhver myndi vilja vinna? Hugsaðu út frá sjálfri/sjálfum þér, hvort þú myndir sækja um starf hjá þér. Ertu með vinnustundirnar á hreinu? Getur aðstoðarfólk komist auðveldlega í og úr vinnu? Fær aðstoðarfólk skýr fyrirmæli í vinnunni?

Aðstoðarfólk á rétt á að taka a.m.k. 20 virka daga í samfellt frí á orlofstímabilinu. Ef þú getur ekki samþykkt það tímabil, eða þú óskar eftir því að starfsmaðurinn taki orlofið utan hefðbundins orlofstímabils á starfsmaðurinn rétt á 25% álagi á það sem uppá vantar. Þetta á að sjálfsögðu ekki við ef starfsmaðurinn óskar eftir því að taka skemmra frí eða að taka fríið sitt utan orlofstímabilsins.

Það er mikilvægt að þú skráir nýtta orlofsdaga hjá aðstoðarfólki þínu

Skráðu nýtta frídaga aðstoðarfólks

Það er mikilvægt að þú skráir nýtta orlofsdaga hjá aðstoðarfólki þínu. Það gefur þér yfirsýn yfir það hversu mikið frí aðstoðarfólk þitt hefur tekið og hversu mikið það á  eftir.

Aðstoðarfólk sem hefur aflað sér orlofslauna á samkvæmt lögum rétt á að taka sem samsvarar að minnsta kosti 20 samfelldum orlofsdögum á orlofstímanum. Þú sem yfirmaður og verkstjórnandi berð ábyrgð á að aðstoðarfólkið geti nýtt sér þessi réttindi.

Aðstoðarmaður veikist á meðan á orlofi stendur

Veikindi teljast ekki sem orlof. Ef aðstoðarmaður veikist á meðan hann er í orlofi á viðkomandi rétt á að tilkynna það sem veikindadag í stað orlofsdags. Þú verður að passa uppá að sá dagur eða tímabil sé skráð sem veikindi, en ekki sem nýttur orlofsdagur. Starfsmaðurinn verður svo að nýta sér orlofsdaginn sem féll niður á sama orlofsári. Veikindi í orlofi verður aðstoðarmaður að tilkynna verkstjórnanda um leið og þau koma upp í orlofinu.

Annað orlof og leyfi

Aðstoðarfólkið þitt getur átt rétt á að fara í leyfi frá vinnu án þess að það sé beinlínis frí. Í þessari handbók er það kallað skipulagt leyfi, því það er ekki ófyrirséður atburður heldur eitthvað sem þú og aðstoðarmanneskjan getið skipulagt að vissu marki.

Hve mikið þú getur ákveðið í þessum efnum ræðst af því hvers konar leyfi eða orlof er um að ræða. Þess vegna er gott að vita hvað á við um mismunandi tegundir orlofs.

Fæðingarorlof

Aðstoðarfólk getur skipt upp orlofi

Aðstoðarfólk á rétt á að taka fæðingarorlofið í einu lagi. Með samkomulagi við vinnuveitanda er þó heimilt að haga fæðingarorlofinu þannig að það spanni yfir lengra tímabil eða að það verði tekið samhliða minnkuðu starfshlutfalli.

Afleysingar vegna fæðingarorlofs

Aðstoðarmanneskja sem þú ræður í afleysingu verður að hafa ráðningarsamning eins og aðrir starfsmenn. Þú skráir inn tímabundinn samning sem rennur út þegar fæðingarorlofinu lýkur.

Fæðingarorlof er verndað með lögum

Aðstoðarfólk sem hefur tilkynnt um töku fæðingarorlofs nýtur mjög sterkrar atvinnuverndar. Þú getur ekki sagt upp aðstoðarfólki í fæðingarorlofi. Þú getur ekki breytt skyldum aðstoðarfólks í fæðingarorlofi án samninga við viðkomandi einstakling. Það er bannað með lögum að mismuna starfsfólki í fæðingarorlofi. Foreldraorlof má ekki leiða til lakari launa eða lakari vinnuaðstæðna en viðkomandi hafði áður en hann tilkynnti um töku fæðingarorlofs. Vertu í sambandi við aðstoðarfólk í fæðingarorlofi og segðu frá almennum breytingum sem verða á starfinu eða endurskipulagningu aðstoðarinnar.

Lestu meira um fæðingarorlof

Þú getur lesið meira um foreldraorlof á vefsíðu fæðingarorlofssjóðs, www.faedingarorlof.is.

Leyfi frá störfum

Þú getur veitt aðstoðarfólki þínu leyfi frá störfum um tiltekinn tíma eða vegna tiltekinna aðstæðna sem koma upp hjá viðkomandi. Þetta eru jafnan launalaus leyfi en veita viðkomandi starfsmanni leyfi undan vinnuskyldum sínum. Þessi leyfi eru ekki bundin í lög eða kjarasamning og eru því valkvæð af þinni hálfu. Við mælum með því að þú reynir að koma til móts við aðstoðarfólkið þitt varðandi sínar þarfir um leyfi frá störfum.

Leyfi af þessu tagi geta átt við um:

Námsleyfi - Þú getur veitt aðstoðarfólki þínu leyfi frá störfum til að sinna námi eða sækja námskeið.

Leyfi til að hugsa um ættingja – Þú getur veitt aðstoðarfólki þínu leyfi frá störfum til að sinna veikum ættingja eða vini.

Leyfi af fjölskylduástæðum – Þú getur veitt aðstoðarfólki þínu leyfi frá störfum til að vera til staðar fyrir fjölskyldumeðlim vegna slyss eða veikinda þar sem nærvera nákomins einstaklings er nauðsynleg.

Ekki er æskilegt að veita leyfi frá störfum þegar aðstoðarfólk vill prófa aðra vinnu eða þegar aðstoðarfólki vill vera lengur í orlofi en það á rétt á.

Launað leyfi

Aðstoðarfólki þitt getur fengið launað leyfi frá störfum vegna veikinda eða andláts innan nánustu fjölskyldu aðstoðarmanns. Með nánustu fjölskyldu er átt við maka, sambúðaraðila, börn, barnabörn, systkini, foreldra, tengdaforeldra og ömmur og afa. Þú getur líka veitt aðstoðarfólki þínu leyfi til að fara í jarðarför.

Leiðarljósið hér er að veita leyfi í einn til tvo daga. Ef aðstoðarmanneskja þarf lengri tíma getur viðkomandi sótt um frí. Ef á þarf að halda getur viðkomandi einnig nýtt sér veikindarétt.

Þú skráir veitt launað leyfi, eða nýttan veikindarétt eftir atvikum, á vinnuskýrslur viðkomandi starfsmanns.

Var kaflinn hjálplegur?
Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.

Kaflayfirlit