Eins og þú veist er NPA miðstöðin samvinnufélag NPA notenda og sem félagsmaður hjá miðstöðinni ert þú einn af eigendum miðstöðvarinnar. NPA miðstöðin er samvinnuvettvangur þeirra sem vilja standa sameiginlega að framkvæmd sinnar notendastýrðu persónulegu aðstoðar og eru sammála um hvernig eigi að gera það.
NPA miðstöðin er þannig umsýsluaðili með NPA samningi þínum. Það þýðir að NPA miðstöðin tekur við fjárframlagi sveitarfélags þíns til NPA samnings þíns og ráðstafar fjármagninu í samræmi við ákvæði samningsins og fyrirmæli þín.
NPA miðstöðin gefur þér eins mikla stjórn og yfirsýn og mögulegt er yfir þín fjármál hjá miðstöðinni. Það eru nokkur atriði sem þú getur þó ekki stjórnað. Framlag sveitarfélagsins vegna umsýslukostnaðar, þ.e. 10% af heildarsamningi, rennur beint til NPA miðstöðvarinnar og miðstöðin ráðstafar því fjármagni sjálf. Þú þarft einnig að sjá til þess að þú eigir afgang í hverjum mánuði inni á launareikningi þínum, þ.e. að staða þín sé ekki neikvæð sem þýðir að þú sért í skuld við aðra NPA notendur hjá miðstöðinni.
Þú hefur mikið svigrúm varðandi það hvernig þú skipuleggur þína aðstoð og hversu marga tíma þú nýtir þér á hverju vinnutímabili. Þú ákveður hvaða þjálfun og fræðslu aðstoðarfólkið þitt fær, eða hversu mikla fræðslu þú sækir sjálf/ur/t. Ef þú vilt skipuleggja draumaferðina þína getur þú sparað og safnað upp framlagi til starfsmannakostnaðar svo þú hafir efni á að taka aðstoðarfólk með í ferðina.
Allir sem eru með samning við NPA miðstöðina sem umsýsluaðila eiga samvinnufélagið saman. Í samvinnufélagi tryggja félagar sameiginlega að allir fái það sem þeir þurfa. Sumir verkstjórnendur eru með aðstoð sem kostar meira en hjá öðrum. Stundum gerist eitthvað óvænt, eins og þegar einhver veikist. Í versta tilfelli geta peningarnir inni á reikningi þínum eða annarra félagsmanna klárast. Ef það gerist mun samvinnufélagið hjálpa til, styðja við þig tímabundið þangað til þú nærð aftur jafnvægi. Allir verkstjórnendur bera sameiginlega ábyrgð á því að fjármagn vegna samnings þeirra nái saman.
Allir NPA samningar eru þrískiptir:
THversu margar vinnustundir aðstoðarfólks hefur þú sem verkstjórnandi úr að spila?
Samkvæmt lögum verður þú að nýta fjármagnið eins og það er aðgreint í samningnum. Þannig mátt þú til dæmis ekki nýta framlag til launakostnaðar til að greiða hærri starfsmannakostnað. Þú mátt jafnframt ekki nýta framlag til starfsmannakostnaðar eða umsýslukostnaðar til að greiða launakostnað aðstoðarfólks.
Umsýslukostnaður er framlag til að standa undir kostnaði við umsýslu með NPA samningi, launabókhaldi, starfsmannamálum, fræðslu og öðru sem við kemur umsýslunni.
Fyrir framlagið til umsýslu hjá NPA miðstöðinni færð þú stuðning frá ráðgjöfum og öðru starfsfólki miðstöðvarinnar, þjálfun sem verkstjórnandi, aðgang að námskeiðum og fræðslu, lögfræðilegan stuðning og þátttöku í ýmsum viðburðum á vegum NPA miðstöðvarinnar. Starfsfólk NPA miðstöðvarinnar tryggir að aðstoðarfólkið þitt fái rétt laun greidd á réttum tíma, að kjarasamningar séu til, allar tryggingar séu til staðar og að þú fullnægir öllum skyldum um uppgjör gagnvart sveitarfélaginu þínu. NPA miðstöðin aðstoðar þig einnig við að passa upp á að vinnuskilyrði aðstoðarfólks séu góð og að gæði séu í þinni aðstoð.
Framlagi sveitarfélags til launakostnaðar er ætlað að standa undir launum og launatengdum gjöldum aðstoðarfólks. Framlagi til launakostnaðar er haldið aðgreindu frá öðru framlagi þannig að þú getur ávallt séð hvað þú átt mikið inni á þínum reikningi hjá NPA miðstöðinni til að skipuleggja þína aðstoð.
THversu margar vinnustundir aðstoðarfólks hefur þú sem verkstjórnandi úr að spila?
THversu margar vinnustundir aðstoðarfólks hefur þú sem verkstjórnandi úr að spila?
Framlag til starfsmannakostnaðar nýtir þú til þess að standa undir kostnaði sem tengist því að hafa aðstoðarfólk í vinnu og að aðstoðarfólk fylgi þér hvert sem þú ferð. Að meginreglu ráðstafar NPA miðstöðin starfsmannakostnaði beint til þín og þú tekur ábyrgð á því að greiða starfsmannakostnaðinn með ábyrgum hætti. Meginmarkmiðið er að aðstoðarfólk verði ekki fyrir kostnaði í vinnunni við að aðstoða þig og fylgja þér í daglegu lífi, tryggja vinnuvernd og öryggismál og uppfylla kröfur um starfsmannaaðstöðu og vinnuumhverfi. Markmiðið er enn fremur að þú sjálf/ur/t verðir ekki fyrir þessum kostnaði.
Undir starfsmannakostnað geta m.a. fallið:
THversu margar vinnustundir aðstoðarfólks hefur þú sem verkstjórnandi úr að spila?
Starfsmannakostnaður á ferðalögum er allur aukakostnaður sem þú verður að greiða vegna þess að þú ert með aðstoðarfólk. Ef þú ert að ferðast á eigin bíl telur þú að sjálfsögðu engan viðbótar starfsmannakostnað, þar sem þú hefðir þann kostnað með eða án aðstoðar. Önnur dæmi eru kostnaður við bílaleigu, ferju eða vegatollar. Ef þú ferðast með lest flokkast farmiðar fyrir aðstoðarfólk sem viðbótarkostnaður.
Ef þú ert ekki viss um hvort kostnaður sé starfsmannakostnaður, hafðu þá samband við ráðgjafa þinn hjá NPA miðstöðinni.
Framlagið sem þú færð frá sveitarfélaginu þínu fyrir umsýslukostnaði og rennur til NPA miðstöðvarinnar á einnig að standa undir kostnaði vegna ýmissar fræðslu, bæði fyrir þig og aðstoðarfólkið þitt. Dæmi um þetta er jafningjastuðningur, þjálfun og námskeið fyrir þig og aðstoðarfólkið þitt og ráðgjöf. Fræðslan verður þó að hafa tengsl við aðstoðina, það getur til dæmis ekki átt við um starfsmenntun, ökupróf eða eitthvað slíkt.
Framlagið til þíns NPA samnings tekur tillit til þess að þú þarft að veita aðstoðarfólki þínu fræðslu og leiðsögn í starfi og að þú þurfir einnig á henni að halda sem verkstjórnandi.
Þegar þú færð nýjan NPA samning verður þú að sækja grunn- og framhaldsnámskeið á vegum félagsmálaráðuneytisins um NPA. Kostnaður þinn vegna námskeiðsins, þ.e. námskeiðsgjaldið, er greiddur af NPA miðstöðinni, með framlagi til þíns NPA samnings til umsýslukostnaðar. Aðstoðarfólkið þitt þarf einnig að sækja námskeið til ráðuneytisins fyrir aðstoðarfólk. Á meðan aðstoðarfólkið sækir námskeiðin fær það greidda dagvinnu, þ.e. námskeiðstíminn verður hluti af launakostnaði NPA notanda vegna aðstoðarfólks, en þessar vinnustundir aðstoðarfólks á námskeiðunum eiga að vera innifaldar í NPA samningi og greiddar út þegar aðstoðarfólk sækir fræðsluna. NPA miðstöðin greiðir einnig námskeiðsgjöld fyrir þitt aðstoðarfólk, þ.e. námskeiðsgjöldin eru hluti af umsýslukostnaði.
NPA miðstöðin stendur annars reglulega fyrir ýmis konar fræðslu fyrir aðstoðarfólk og verkstjórnendur. Þú getur einnig óskað eftir því að sækja aðra fræðslu og NPA miðstöðin greiðir kostnað vegna hennar.
Kostnaður sem NPA miðstöðin greiðir vegna fræðslu er:
THversu margar vinnustundir aðstoðarfólks hefur þú sem verkstjórnandi úr að spila?
Ef þú sem verkstjórnandi sendir aðstoðarfólkið þitt á námskeið eða fræðslufundi, þannig að það verði að mæta, þarf að greiða aðstoðarfólki laun þann tíma sem námskeiðið eða fræðslan varir, að lágmarki 3 klst. með viðeigandi vaktarálagi. Hinsvegar ef aðstoðarfólk óskar sjálft eftir því að sækja tiltekin námskeið eða fræðslu sem og opin námskeið sem eru frjáls fyrir alla að sækja, þarft þú ekki að greiða laun fyrir aðstoðarfólkið á meðan það sækir námskeið eða fræðslu, enda gerir viðkomandi það á eigin forsendum og á eigin tíma.
Það er mikilvægt fyrir þig að gera þér fljótt grein fyrir því hvernig þú getur og átt að nýta starfsmannakostnaðinn. Þú færð sérstakt framlag vegna starfsmannakostnaðar af ástæðu.
Þú berð í fyrsta lagi ábyrgð á því að vinnuumhverfi aðstoðarfólksins þíns sé gott. Þú getur því þurft að kaupa ýmislegt til að bæta vinnuhverfi aðstoðarfólks. Það skiptir máli að hugsa vel um þarfir aðstoðarfólks þíns í starfi svo því líði vel í vinnu hjá þér og að það upplifi sig öruggt. Lestu meira um aðbúnað og öryggi aðstoðarfólks í vinnunni undir kaflanum „Vinnuumhverfi aðstoðarfólks.“
Þú getur nýtt starfsmannakostnaðinn til dæmis til að leggja út fyrir eftirfarandi kostnaði:
THversu margar vinnustundir aðstoðarfólks hefur þú sem verkstjórnandi úr að spila?
Þú getur keypt vinnufatnað fyrir aðstoðarfólkið þitt. Þetta eru til dæmis regnfatnaður, inniskór, stígvél, skór innanhúss, svuntur, garðhanskar eða þess háttar. Ef þú kaupir vinnuföt ættu fötin að vera á vinnustaðnum. Ef aðstoðarmanneskja vill klæðast eigin vinnufötum, sem aðrir aðstoðarmenn geta ekki notað, getur hann gert það. Ef þú kaupir fötin fyrir hann sérstaklega gæti það í sér hlunnindi og aðstoðarmanneskjan verður að greiða skatt af þeim hlunnindum. Lestu meira um hlunnindaskatt síðar í þessum kafla.
Ef þú ert með aðstoðarmenn sem er á hvíldarvöktum verða þeir að hafa fullnægjandi svefnaðstöðu til að hvílast. Lestu meira undir kaflanum „Hvíldarvaktir“. Ef þú ert með nægt pláss geturðu haft sérstakt starfsmannaherbergi og þá getur þú notað framlagið til starfsmannakostnaðar til að útbúa herbergi með svefnaðstöðu, innréttingum og húsgögnum fyrir aðstoðarfólkið.
Þú getur til dæmis boðið fólki þínu inflúensubólusetningu eða aðrar mikilvægar bólusetningar, enda er það mikilvægt fyrir þig að halda starfsfólki heilsuhraustu. Þú getur einnig nýtt framlagið til starfsmannakostnaðar til að greiða fyrir líkamsræktarstyrki, strætókort og annað, en hafðu í huga að aðstoðarfólkið þitt kann að þurfa að greiða skatt af þessum styrkjum.
Hafðu samband við ráðgjafa þinn hjá NPA miðstöðinni um hvaða heilsueflandi styrki og stuðning þú getur boðið þínu aðstoðarfólki.
Þú getur nýtt framlagið til starfsmannakostnaðar til að kaupa kaffi og þess háttar fyrir aðstoðarfólkið þitt, ásamt léttri hressingu á meðan það er í vinnunni líkt og tíðkast á öðrum vinnustöðum. Þú getur einnig nýtt framlagið til að skipuleggja og halda viðburði fyrir aðstoðarfólk, starfsmannaskemmtanir o.fl. dæmi:
THversu margar vinnustundir aðstoðarfólks hefur þú sem verkstjórnandi úr að spila?
Það er mikilvægt fyrir þig sem verkstjórnanda að aðstoðarfólki þínu líði vel í vinnunni og að vinnustaður þess stuðli að vellíðan og vinnuheilbrigði. Þú hefur langmest um það að segja hversu vel aðstoðarfólki þínu líður í vinnunni.
Aðstoðarfólk sem starfar hjá NPA miðstöðinni er félagsfólk í Eflingu eða Starfsgreinasambandinu (SGS) stéttarfélögum. Aðstoðarfólk á rétt á margvíslegum greiðslum úr sjóðum Eflingar og sínum lífeyrissjóði vegna sjúkra- og heilbrigðiskostnaðar. Þetta eru sjóðir sem þú greiðir í rauninni í fyrir aðstoðarfólkið þitt með framlagi þínu til launakostnaðar, en NPA miðstöðin annast þessar greiðslur fyrir þig.
Þú getur einnig stuðlað að vinnuheilbrigði með því að gefa aðstoðarfólki þínu tækifæri til að stunda líkamsrækt eða hugleiðslu á meðan á vinnu stendur, ef þú átt kost á því, til dæmis með því að nýta matarhlé eða pásur. Ef þú vilt greiða kostnað aðstoðarfólks við að sækja sér eða leggja stund á eitthvað sem stuðlar að aukinni vellíðan í starfi og auknu vinnuheilbrigði getur þú það, en það getur þó falið í sér skattskyld hlunnindi.
Þú getur boðið sjálfum þér og aðstoðarfólki þínu í starfsmannaskemmtun nokkrum sinnum yfir árið. Þetta geta til dæmis verið árshátíð, sumargrill og jólahlaðborð. Þú ættir að bjóða öllu aðstoðarfólki þínu, en þú getur skipt því niður á tvö skipti ef þess þarf vegna starfsmannahalds.
THversu margar vinnustundir aðstoðarfólks hefur þú sem verkstjórnandi úr að spila?
Þegar aðstoðarfólk fær umbun vegna tiltekins kostnaðar getur verið litið á það sem hlunnindi fyrir það í skattalegu tilliti. Þá er viðkomandi aðstoðarmanneskja skattlögð fyrir hlunnindin, þ.e. hún greiðir skatt af hlunnindunum. Ríkisskattstjóri ákveður hvaða hlunnindi eru skattlögð. Það eru til að mynda:
Ef þú greiðir fyrir mat aðstoðarfólks fyrir fjármuni af starfsmannakostnaði teljast það vera hlunnindi fyrir viðkomandi starfsmann.
Ef þú hefur keypt ávexti, kaffi, te eða kex fyrir aðstoðarfólk þitt til að vera með á heimili sínu teljast það ekki vera hlunnindi og aðstoðarmanneskja greiðir ekki skatt af því.
Ef aðstoðarfólk fær endurgreiðslu vegna ferðakostnaðar til og frá vinnustað sínum er það talið launastyrkur. Þú verður að láta NPA miðstöðina vita um þennan styrk. Sumar ferðir þó teljast þó ekki sem hlunnindi eða ferðastyrkur. Það á til dæmis við um ferðir í og úr vinnu þegar engar almenningssamgöngur ganga.
Mikilvægt er fyrir þig að vera meðvituð/að/aður um að ef þú greiðir kostnað aðstoðarfólks vegna ferðalaga verður aðstoðarfólk í sumum tilfellum að greiða skatt af þeim kostnaði, þar sem það telst til hlunninda. Þetta á einkum við þegar nákomin einstaklingur vinnur sem aðstoðarmanneskja með þér í ferðinni eða þú ert með aðstoðarmanneskju sem hefur persónulega hagsmuni af ferðinni, t.d. viðkomandi er að fara heilsa upp á ættingja.
Ræddu við ráðgjafa þinn hjá NPA miðstöðinni um hvernig farið er með utanlandsferðir aðstoðarfólks í skattalegu tilliti.