Leita
Stækka letur
Hlusta

Að segja upp aðstoðarfólki

Sjá skjalasafn

Rétt eins og það eru reglur um ráðningu aðstoðarfólks, þá eru reglur í kringum það þegar aðstoðarfólk hættir eða er sagt upp störfum. Það eru líka reglur um hvernig og hvers vegna þú getur sagt upp aðstoðarfólki.

Ráðning aðstoðarmanneskju er tengd þér sem yfirmanni. Ef samstarfið á milli ykkar virkar ekki getur þú sagt starfsmanninum upp. Notaðu það úrræði á ábyrgan hátt. Annars skapast hætta á að litið verði á starf persónulegrar aðstoðarmanneskju sem óöruggt og losaralegt. Þá verður erfiðara fyrir alla með NPA að finna og ráða aðstoðarfólk til starfa. Einnig er hætta á að verkalýðsfélögin leggi sig fram um að afnema þessar tegundir ráðninga.

Aðstoðarmaður hættir að eigin ósk

Aðstoðarfólk getur hætt störfum að eigin ósk. Þegar aðstoðarfólk lætur af störfum ætti það að segja til um hvenær viðkomandi vill hætta, þ.e. ósk um síðasta vinnudag. Aðstoðarfólk getur sagt upp með löngum fyrirvara, til dæmis tilkynnt að vinni út veturinn til 30. apríl.

Þegar starfsmaður sem er með ótímabundinn ráðningarsamning óskar eftir því að hætta störfum verður að gera það skriflega. Aðstoðarmanneskjan getur fyllt út eyðublað af vefsíðu miðstöðvarinnar, sent bréf eða tölvupóst. Síðasti vinnudagur viðkomandi er háður réttmætum uppsagnarfresti skv. kjarasamningum og ætti að vera nefndur í bréfinu.

Aðstoðarfólk sem er í afleysingum þarf ekki að segja upp sérstaklega. Viðkomandi getur alltaf „hætt“ með því að neita því að vinna framvegis og þú getur alltaf „sagt einstaklingnum upp“ með því að skipuleggja ekki vaktir á viðkomandi. Athugaðu þó að þetta á ekki við um aðstoðarfólk sem hefur unnið lengi reglulegar vaktir, þó það standi á ráðningarsamningi að viðkomandi starfi í afleysingum. Lestu meira um þetta undir fyrirsögninni „Sveigjanleiki starfshlutfalls.

Sami uppsagnarfrestur gildir hvort sem aðstoðarfólk hættir að eigin ósk eða því sagt upp störfum af þér.

Að segja upp aðstoðarfólki

Þær aðstæður geta komið upp að segja þurfi aðstoðarfólki upp störfum af ýmsum ástæðum. Áður en að uppsögn kemur er þó mikilvægt fyrir þig sem yfirmann að líta fyrst inn á við. Getur verið að vandamálið liggi hjá þér sem verkstjórnanda? Hefur verkstjórnandi brugðist starfsmanni sínum, ekki tekist að nýta krafta og styrkleika viðkomandi og/eða draga úr ókostum með leiðsögn og fræðslu? Góð regla er að skoða málin fyrst út frá sjálfum sér sem yfirmanni áður en að uppsögn kemur og gefa aðstoðarfólki tækifæri á að bæta sig.

Uppsögn er afar þungbær ákvörðun, bæði fyrir þig sem verkstjórnanda og ekki síður starfsmanninn. Forðast skal í lengstu lög að beita uppsögnum. Frekar skal láta reyna á bætt samskipti, leiðbeiningar og fræðslu. Við hvetjum alla verkstjórnendur til að leita til NPA miðstöðvarinnar þegar upp koma erfiðleikar varðandi aðstoðarfólk því við getum miðlað málum og veitt ráðgjöf. NPA miðstöðin er einnig til staðar fyrir þig til þess að ganga frá uppsögn aðstoðarfólks fyrir þína hönd. Í erfiðum málum þarft þú því ekki að standa augliti til auglitis við þann starfsmann sem segja skal upp.

Uppsögn skal ávallt vera skrifleg. Þú finnur form að uppsagarbréfum hjá ráðgjafa þínum hjá NPA miðstöðinni.

Uppsagnarfrestur aðstoðarfólks

Aðstoðarfólk sem ráðið er í tímabundna vinnu þarf ekki að segja upp sérstaklega. Starfi þeirra lýkur um leið og ráðning rennur út.

Það aðstoðarfólk sem hinsvegar er í ótímabundnu starfi á lögbundinn uppsagnarfrest, eins og aðstoðarfólk á einnig á tímabundnum samningum ef viðkomandi er sagt upp. Uppsagnarfresti er háttað sem hér segir:

  • Fyrstu tvær vikurnar í starfi: Enginn uppsagnarfrestur.
  • Eftir tveggja vikna samfellt starf: 12 almanaksdagar.
  • Eftir 3 mánuði samfellt í starfi: 1 mánuður, m.v. mánaðarmót.
  • Eftir 2 ár samfellt í starfi: 2 mánuðir m.v. mánaðarmót.
  • Eftir 3 ár samfellt í starfi: 3 mánuðir m.v. mánaðarmót.

What’s a Rich Text element?

THversu margar vinnustundir aðstoðarfólks hefur þú sem verkstjórnandi úr að spila?

  • Hvað gerir þú yfir daginn? Þetta getur auðvitað verið mismunandi eftir vinnutímabilum og t.d. Árstíðum.
  • Gott er að hafa í huga við gerð vaktaskipulags hvenær vaktaskipti aðstoðarfólks eiga sér stað. Hvar ertu eða hvað ertu að gera þegar vaktaskipti eiga sér stað? Eru vaktaskiptin á heppilegum tíma fyrir þig?
  • Viltu lifa hvatvísu lífi eða viltu hafa meiri reglu á hlutunum?
  • Stundar þú áhugamál eða tómstundir sem krefjast aðstoðarfólks sem er með sérstök áhugamál, lífsvenjur, þekkingu eða kunnáttu?
  • Er starfið sem þú veitir og skipuleggur starf sem einhver myndi vilja vinna? Hugsaðu út frá sjálfri/sjálfum þér, hvort þú myndir sækja um starf hjá þér. Ertu með vinnustundirnar á hreinu? Getur aðstoðarfólk komist auðveldlega í og úr vinnu? Fær aðstoðarfólk skýr fyrirmæli í vinnunni?

Uppsagnarfresturinn gildir fyrir báða aðila þannig að sami uppsagnarfrestur á við hvort sem þú segir aðstoðarmanneskju upp eða aðstoðarmanneskjan segir upp sjálf. Þú getur óskað eftir vinnuframlagi aðstoðarmanneskju á uppsagnarfresti og er raunar æskilegast, eftir fremsta megni, að nýta sér vinnuframlag aðstoðarfólks á meðan uppsagnarfresturinn varir til að forðast tvöfaldar launagreiðslur.

Var kaflinn hjálplegur?
Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.

Kaflayfirlit